EN

Véronique Gens

Einsöngvari

Franska sópransöngkonan Véronique Gens er meðal þeirra fremstu á heimsvísu. Hún hóf feril sinn í barokktónlist, með hópnum víðkunna Les Arts Florissants, en hefur víkkað efnisval sitt með árunum; hún er einnig kunn fyrir túlkun sína á sópranhlutverkum Mozarts (m.a. Donna Elvira í Don Giovanni, Greifynjan í Brúðkaupi Fígarós, og Vitellia í La clemenza di Tito) og hefur nýverið sungið í rómantískum óperum 19. aldar við mikinn fögnuð. Hún hefur sungið m.a. í Covent Garden í Lundúnum, Staatsoper í Vínarborg, La Monnaie í Brussel, í Salzburg og Glyndebourne, auk þess sem hún hefur komið fram með Fílharmóníusveit Berlínar, Sinfóníuhljómsveitinni í Boston, Orchestra of the Age of Enlightenment, og þannig mætti lengi telja. Meðal annara óperuhlutverka hennar má nefna Madame Lidoine í Dialogues des Carmélites eftir Poulenc, og Evu í Meistarasöngvurunum frá Nürnberg eftir Wagner. 

Nýjasti geisladiskur hennar var valinn einn af diskum mánaðarins hjá hinu virta tímariti Gramophone og tónlistarrýnir Guardian var sömuleiðis yfir sig hrifinn, sagði að söngur hennar væri „töfrandi“.