EN

Yeol Eum Son

Píanóleikari

Suður-kóreski píanóleikarinn Yeol Eum Son hóf að læra á píanó þriggja ára en vakti fyrst heimsathygli þegar hún lék einleik með Fílharmóníusveitinni í New York aðeins 18 ára gömul. Hún vann silfurverðlaun í alþjóðlegu Tsjajkovskíj-keppninni árið 2011, og hlaut sérstök verðlaun fyrir besta konsertflutning í sömu keppni. Hún hefur leikið einleik með mörgum fremstu hljómsveitum heims og hefur leikið inn á sex geisladiska sem allir hafa fengið frábæra dóma í heimspressunni.