EN

Mozart og Beethoven – Hádegistónleikar

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
10. feb. 2022 » 12:10 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa
Hlusta
  • Efnisskrá

    W.A. Mozart Forleikurinn að Brúðkaupi Fígarós
    Ludwig van Beethoven Sinfonía nr. 6, Sveitasinfónían

  • Hljómsveitarstjóri

    Eva Ollikainen

Á þessum hádegistóleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg verða flutt tvö meistaraverk eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Ludwig van Beethoven undir stjórn Evu Ollikainen.


Forleikurinn að Brúðkaupi Fígarós er einhver glaðværasta tónlist sem fest hefur verið á blað. Mozart var sannarlega á hátindi ferils síns árið 1786 þegar hann samdi þessa sívinsælu óperu um ástir og örlög á heimili greifahjóna, enda telja margir hana vera eina fullkomnustu óperu allra tíma.

„Það er varla nokkur maður sem ann sveitinni eins og ég geri,“ sagði Ludwig van Beethoven eitt sinn. Eitt áhrifamesta dæmið um ást hans á náttúrunni er Sveitasinfónían þar sem hann lýsir ljúfri tilveru innan um læki og ár, tré og fugla, þótt óvænt óveður komi öllu í uppnám um hríð. Þetta dásamlega tónverk hljómar nú í túlkun Evu Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem hefur sýnt að hún er afburða stjórnandi, ekki síst þegar sinfóníur Beethovens eiga í hlut.

Sækja tónleikaskrá