Dagsetning | Staðsetning | Verð |
---|---|---|
23. ágú. 2025 » 15:00 » Laugardagur | Eldborg | Harpa | |
23. ágú. 2025 » 17:00 » Laugardagur | Eldborg | Harpa |
-
Efnisskrá
Jóhann Jóhannsson Virðulegu forsetar – upphafsstef
Aileen Sweeney Glisk
Aleksandr Vasilyevich Mosolov Iron Foundry
Caroline Shaw The Orangery & The Beach Tree úr Plan & Elevation
Unnsteinn Manuel Stefánsson Enginn grætur
Camargo Guarnieri Dansa Brasileira
Björk Guðmundsdóttir the anchor song
Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 4 - 4. kafli
Retro Stefson Glow
-
Hljómsveitarstjóri
Nicholas Swensen
-
Einsöngvari og kynnir
Unnsteinn Manuel Stefánsson
Á Menningarnótt í Reykjavík býður Sinfóníuhljómsveit Íslands gestum og gangandi upp á fjölbreytta og spennandi tónleika fyrir alla fjölskylduna. Á tónleikunum í ár er það hinn fjölhæfi tónlistarmaður Unnsteinn Manuel Stefánsson sem tekur á móti gestum í Eldborg. Hann veltir m.a. fyrir sér spurningunni hvernig tónlist Sinfóníuhljómsveitin muni leika á 150 ára afmæli sínu árið 2100. Hljómsveitin fagnaði einmitt 75 ára afmæli sínu á nýliðnu starfsári.
Á tónleikunum á Menningarnótt má heyra tónverk sem hafa skírskotun til framtíðarinnar, eða gerðu það á sínum tíma, eftir tónskáld eins og Jóhann Jóhannsson, Caroline Shaw, Ludwig van Beethoven og Björk. Á tónleikunum tekur hann einnig lagið með hljómsveitinni og syngur meðal annars lagið Glow sem hljómsveitin Retro Stefson gerði vinsælt á sínum tíma.
Aðgangur á tónleikana er ókeypis og eru öll hjartanlega velkomin.
Hægt er að sækja miða á sinfonia.is og í miðasölu Hörpu á tónleikadegi frá kl. 10:00.