EN

Skálmöld og Sinfó

Uppselt á þrenna tónleika | Aukatónleikar 22. ágúst

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
22. ágú. 2018 » 20:00 » Miðvikudagur Eldborg | Harpa 6.900 - 10.900 kr.
23. ágú. 2018 » 20:00 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa Uppselt
24. ágú. 2018 » 20:00 » Föstudagur Eldborg | Harpa Uppselt
25. ágú. 2018 » 17:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa Uppselt
Uppselt
  • Um tónleikana

    Tónleikar Skálmaldar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í nóvember 2013 vöktu verðskuldaða athygli. Nú leiða þessar hljómsveitir saman hesta sína á nýjan leik með nýtt efni í farteskinu.

  • Hljómsveitarstjóri

    Bernharður Wilkinson

  • Kórar

    Karlakór Reykjavíkur
    Kammerkórinn Hymnodia
    Barnakór Kársnesskóla

Tónleikar Skálmaldar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í nóvember 2013 vöktu verðskuldaða athygli. Gagnrýnandi Morgunblaðsins kallaði þá „málmmessu áratugarins“ og komust færri að en vildu á þrenna tónleika. Upptaka frá tónleikum náði platínusölu og vegna fjölda áskorana er nú komið að því að Skálmöld og Sinfónían taki höndum saman á ný. Á tónleikum verður töluvert af nýju efni í bland við lög sem aðdáendur sveitarinnar þekkja í þaula.

Vegna gríðarlegra vinsælda og fjölda áskorana hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum þann 22. ágúst kl. 20:00.

Sækja tónleikaskrá