EN

Anna Þorvaldsdóttir: CATAMORPHOSIS

Anna Þorvaldsdóttir (f. 1977) er eitt kunnasta tónskáld Íslands um þessar mundir. Verk hennar hafa komið út á hljómdiskum hjá Deutsche Grammophon og Sono Luminus, og hún hefur samið m.a. fyrir Ensemble Intercontemporain, The International Contemporary Ensemble (ICE) og The Crossing Choir. Hún hlaut Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2012 fyrir verk sitt Dreymi, sem var frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands. Anna er nú staðartónskáld hljómsveitarinnar og gegnir margþættu hlutverki í starfi hljómsveitarinnar.

Anna hlaut hin virtu Kravis Emerging Composer Award hjá Fílharmóníusveit New York-borgar og verk hennar, Metacosmos, varð til sem hluti þeirrar viðurkenningar. Fílharmóníusveit New York pantaði verkið og var það frumflutt í apríl 2018 undir stjórn Esa-Pekka Salonen, en síðan hefur það farið sigurför um heiminn. Nýjasta hljómsveitarverk Önnu, CATAMORPHOSIS, var pantað af Fílharmóníusveit Berlínar og sampantað af Fílharmóníusveitinni í New York, City of Birmingham Symphony Orchestra og Sinfóníuhljómsveit Íslands.