EN

Daníel Bjarnason: Fiðlukonsert

Fiðlukonsert Daníels Bjarnasonar var saminn fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Fílharmóníuhljómsveitina í Los Angeles, sem frumflutti verkið árið 2017 á útisviðinu Hollywood Bowl fyrir yfir 15 þúsund manns. Konsertinn hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og sama gildir um innblásinn leik finnska fiðlusnillingsins Pekka Kuusisto sem fer svo sannarlega ótroðnar slóðir, en verkið er samið sérstaklega með hann í huga.