EN

Dora Pejačević: Phantasie concertante

Dora Pejačević (1885–1923) var eitt fyrsta króatíska tónskáldið sem lagði fyrir sig sinfónískar tónsmíðar. Hún var af aðalsættum og hóf að semja tónlist 12 ára gömul. Hún lærði í Zagreb, Dresden og Munchen, og samdi 106 tónverk, flest í síðrómantískum stíl. Hún lést af barnsförum árið 1923, aðeins 38 ára gömul. Phantasie concertante er eins konar píanókonsert frá árinu 1919. Verkið hljómar nú í fyrsta sinn á Íslandi.