EN

Giuseppe Verdi: Tutte le feste al tempio úr Rigoletto

Texti eftir Mörtu Kristínu Friðriksdóttur

Giuseppe Verdi (1813-1901) var eitt merkasta tónskáld 19. aldar og samdi fjöldan allan af vinsælum óperum. Rigoletto er ein sú allra þekktasta og ekki að ástæðulausu. Þessi ópera fjallar um ást, valdabaráttu, svik og mannrán svo eitthvað sé nefnt. Gilda er dóttir Rigolettos, en hann starfar fyrir hinn illkvittna kvennabósa hertogann af Mantova. Þegar hér er komið við sögu í óperunni eru menn hertogans búnir að ræna Gildu og hafa farið með hana inn í herbergi til hans. Þegar Rigoletto uppgötvar að Gilda er horfin fer hann í höll hertogans og grátbiður menn hans að láta hana lausa. Skömmu síðar birtist Gilda og Rigoletto biður um fá að tala við hana í einrúmi. Þá syngur hún þessa aríu og segir föður sínum frá því sem kom fyrir hana.