EN

Gleðisöngurinn

Texti og nótur

Afmælistónleikum Beethovens lýkur með risakór íslenskra ungmenna sem flytja Gleðisönginn, nýja útgáfu af Óðnum til gleðinnar.

Hér fyrir neðan má nálgast textann og nótur af verkinu. Nýi textinn er eftir Braga Valdimar Skúlason og útsetninguna gerði Hildigunnur Rúnarsdóttir.

Gleðisöngurinn

Gleðiríka söngva syngjum
sendum veröld hlýjan straum.
Opinn huga aldrei þyngjum
eltum sérhvern vonardraum.
Eins og fyrir óskagaldur
einum rómi flytjum lag.
Meðan gleði endist aldur
öll við syngjum, nótt sem dag.

Geislabjartir gleðihljómar
glæða neista, veita yl.
Ætíð þeirra logi ljómar
lýsir hjartans undirspil.
Fyrir töfra tengja aftur
tímans strengi, reisa brýr.
Einhverskonar æðri kraftur
öllum vindum burtu snýr.

Texti: Bragi Valdimar Skúlason
Úts. Hildigunnur Rúnarsdóttir

Hér má nálgast nótur af laginu fyrir kór og píanó.