EN

Hjalti Nordal: Guð er humar

 

Hjalti Nordal útskrifaðist með BA gráðu í tónsmíðum vorið 2020 við Listaháskóla íslands. Hjalti hefur fengið verk sín flutt af samnemendum og atvinnumönnum meðal annars Duo Harpverk, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Dómkórnum í Reykjavík og meðlimum Berlínarfílharmóníunnar.

Guð er humar er hljómsveitarverk og tilraun til að vinna með hljóðhverfingar án rafhljóða eða hjálp tölvu. Verkið er byggt á svokölluðum Risset hryn sem felur í sér stöðuga tempóbreytingu þannig að tónlistin virðist fara hraðar og hraðar í sífellu en er þó stöðug í óstöðugleika sínum. Verkið er stutt og hnitmiðað og á sífellri hreyfingu allt til endaloka.