EN

Jean Sibelius: Sinfónía nr. 2

Jean Sibelius var illa á sig kominn síðla árs 1900. Yngsta dóttir hans var nýlátin úr taugaveiki, hjónabandið stóð á brauðfótum og hann reykti og drakk langt fram úr hófi. Það var góðvinur hans að nafni Axel Carpelan sem greip í taumana: „Þú verður að fara til Ítalíu! Þú manst hversu góð áhrif það hafði á Strauss og Tsjajkovskíj að dveljast þar!“ Carpelan skrapaði saman 5000 finnskum mörkum og sendi Sibelius suður á bóginn. Listræni árangurinn lét heldur ekki á sér standa. Þegar Sibelius sneri aftur norður á bóginn eftir nokkurra mánaða dvöl í Rapallo, skammt suður af Genóa, hafði hann í farteskinu drög að nýrri sinfóníu.

Sibelius var þjóðlegt tónskáld og mörg verka hans byggja á finnskum þjóðararfi. Þó varaði hann hlustendur við því að leita um of eftir þjóðernislegu inntaki í sinfóníum sínum. Í viðtali árið 1934 sagði hann: „Sinfóníur mínar eru hugsaðar eingöngu út frá tónlistinni sjálfri. Sinfónía á að vera tónlist fyrst og síðast.“ Þó hafa ýmsir viljað halda því fram að önnur sinfónía Sibeliusar hafi undirtón áróðurs fyrir sjálfstæði Finnlands – t.d. hljómsveitarstjórarnir Georg Schnéevoigt og Robert Kajanus, sem þóttist greina „tregablandin mótmæli“ í hæga kaflanum og „upplífgandi sigur“ í lokaþættinum. Aðrir heyra ávæning af finnsku landslagi í tónlist Sibeliusar þótt örðugt sé að skilgreina nánar í hverju hið „norræna“ í tónlist hans felst.

Framvindan í tónlist Sibeliusar er um margt ólík því sem heyra má í hinni þýsk-austurrísku sinfóníuhefð. Fyrsti kafli sinfóníunnar er ágætt dæmi. Það er almenn venja í sinfóníum og öðrum verkum í hinu svokallaða „sónötuformi“ (sónötum, tríóum, kvartettum, konsertum, o.s.frv.) að hefja leik með breiðum og eftirminnilegum stefjum sem síðan eru bútuð niður í smærri einingar þegar líður á verkið. Sibelius fer þveröfugt að. Hann kynnir fyrst til sögunnar litla stefjabúta – endurtekna hljóma í strengjum, blítt og dansandi stef í óbóum og klarínettum, hádramatískt fiðlustef, veikt strengjaplokk, o.s.frv. Samhengið er ekki alltaf auðheyrt en eftir því sem líður á kaflann verða hendingarnar lengri, tengingarnar skýrari, flæðið betra. Sjálfur lýsti Sibelius tónsmíðaaðferð sinni svo: „Það er eins og sjálft almættið hafi fleygt niður mósaíkbútum af gólfi himnaríkis og sagt mér að púsla þeim saman.“

Annar kafli hefst á pákuslætti og plokkuðu stefi í kontrabössum og sellóum. Ekki líður á löngu þar til leikurinn æsist til muna, strengir og blásarar kallast á og tónlistin nær tilþrifamiklum hápunkti áður en allt dettur aftur í dúnalogn. Í þrjá takta ríkir ólýsanleg kyrrð, með undurblíðum en þykkum strengjahljómum, en þá fer allt af stað á ný. Úrvinnslan einkennist af iðandi skölum og trillum sem Sibelius notar oft í tónlist sinni – stefin hreyfast varla úr stað en eru samt full af orku. Tónlistin verður bútakenndari eftir því sem á líður – hér er þróunin öfug við þá sem knúði áfram fyrsta þátt verksins.

Scherzóið hefst á öðru suðandi stefi í fiðlum sem virðist keyra allt í kaf sem á vegi þess verður. Kaflinn æðir áfram á fleygiferð þar til kemur að hægari millikafla, en þegar scherzóið snýr aftur stefnir það í aðra átt en áður. Kaflinn rennur saman við lokaþáttinn þar sem kennir ýmissa grasa. Tignarlegt aðalstefið er þó mjög í sviðsljósinu og leiðir að lokum inn í mikilfenglegan lokahljóminn.

og Tsjajkovskíj að dveljast þar!“ Carpelan skrapaði saman 5000 finnskum mörkum og sendi Sibelius suður á bóginn. Listræni árangurinn lét heldur ekki á sér standa. Þegar Sibelius sneri aftur norður á bóginn eftir nokkurra mánaða dvöl í Rapallo, skammt suður af Genúa, var hann með drögin að annarri sinfóníu sinni í farteskinu. „Ég er ástfanginn upp fyrir haus [af nýja verkinu]. Ég get hreinlega ekki rifið mig frá því!“ skrifaði hann í maí. Þó var ekki augljóst frá byrjun hvers eðlis verkið yrði. Fagottsólóið í upphafi annars þáttar var upphaflega hugsað sem hluti af verki byggðu á sögninni um Don Juan, og hæga stefið síðar í sama kafla bar yfirskriftina „Christus“ í fyrstu atlögu.

Sibelius var þjóðlegt tónskáld og mörg verka hans byggja á finnskum þjóðararfi eins og kunnugt er. En hann varaði engu að síður við því að hlustendur leituðu eftir þjóðernislegum „prógrömmum“ í sinfóníum sínum. Í viðtali árið 1934 sagði hann: „Sinfóníur mínar eru hugsaðar eingöngu út frá tónlistinni sjálfri. Ég er ekki bókmenntalega sinnað tónskáld – fyrir mér hefst tónlistin þar sem orðunum sleppir. Sinfónía á að vera tónlist fyrst og síðast.“ Þó hafa ýmsir viljað halda því fram að önnur sinfónía Sibeliusar hafi undirtón áróðurs fyrir sjálfstæði Finnlands – t.d. hljómsveitarstjórarnir Georg Schnéevoigt og Robert Kajanus, sem heyrði „tregablandin mótmæli“ í hæga kaflanum og „upplífgandi sigur“ í lokaþættinum. Aðrir heyra ávæning af finnsku landslagi í tónlist Sibeliusar, þótt örðugt sé að skilgreina nánar í hverju hið „norræna“ í tónlist hans felst.

Margt hefur verið skrifað um framvinduna í tónlist Sibeliusar, sem oft er ólík því sem við eigum að venjast úr hinni þýsk-austurrísku sinfóníuhefð. Fyrsti kafli sinfóníunnar er ágætt dæmi. Það er almenn venja í sinfóníum og öðrum verkum í hinu svokallaða „sónötuformi“ (sónötum, tríóum, kvartettum, konsertum o.s.frv.) að hefja leikinn með breiðum og eftirminnilegum stefjum sem síðan eru bútuð niður í smærri einingar í svokallaðri „úrvinnslu“ þegar líður á verkið. Sibelius fer þveröfugt að. Hann byrjar á því að kynna til sögunnar litla stefjabúta: nokkra endurtekna hljóma í strengjum, blítt og dansandi stef í óbóum og klarínettum, hádramatískt fiðlustef, veikt strengjaplokk, o.s.frv. Samhengið er kannski ekki alltaf auðheyrt en eftir því sem líður á kaflann verða hendingarnar lengri, tengingarnar skýrari, flæðið meira. Sjálfur lýsti Sibelius tónsmíðaaðferð sinni svo: „Það er eins og sjálft almættið hafi fleygt niður mósaíkbútum af gólfi himnaríkis og sagt mér að púsla þeim saman.“ Það er einmitt þetta ferli sem við verðum vitni að í fyrsta þættinum. 

Annar kafli hefst á pákuslætti og pizzicato-stefi í kontrabössum og sellóum, sem fagottin bætast síðan ofan á. Ekki líður á löngu þar til leikurinn æsist til muna, strengir og blásarar kallast á og tónlistin nær tilþrifamiklum hápunkti á sterkum málmblásturshljómum áður en allt dettur aftur í dúnalogn. Í þrjá takta ríkir ólýsanleg kyrrð, með undurblíðum en þykkum strengjahljómum, en þá fer allt af stað á ný. Úrvinnslan einkennist af iðandi skölum og suðandi fiðlutrillum sem Sibelius notar oft í tónlist sinni – stef sem hreyfast varla úr stað en eru samt fullt af orku. Tónlistin verður bútakenndari eftir því sem líður á kaflann, eins og við verðum vitni að öfugri þróun við þá sem setti fyrsta þátt af stað.

Scherzóið hefst á öðru suðandi stefi í fiðlum sem virðist keyra allt í kaf sem á vegi þess verður, til dæmis litla stefjabútinn sem flauta og fagott reyna að leggja til málanna. Kaflinn æðir áfram á fleygiferð þar til kemur að hægari millikafla þar sem einleiksóbó er í forgrunni. Þegar scherzóið snýr aftur er eins og það vilji stefna annað en áður, og eftir styttri útgáfu af óbótöktunum er ljóst að ný hugmynd er í uppsiglingu. Kaflinn rennur að lokum saman við lokaþáttinn, þar sem kennir ýmissa grasa. Tignarlegt aðalstefið er þó mjög í sviðsljósinu og leiðir okkur að lokum inn í mikilfenglegan D-dúr lokahljóminn.