EN

María Huld Markan Sigfúsdóttir: Clockworking

María Huld Markan Sigfúsdóttir (f. 1980) fiðluleikari og tónskáld hefur farið um víðan völl tónlistarinnar. Hún útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2000 og frá Listaháskóla Íslands með BA-gráðu í tónsmíðum árið 2007. Auk þess að sinna tónsmíðum hefur hún verið meðlimur í hljómsveitinni amiinu til margra ára og með henni ferðast heimshorna á milli og flutt tónlist í ýmsum myndum. María Huld hefur á undanförnum árum unnið með hinum ýmsu listamönnum og hljómsveitum, meðal annars Sinfóníuhljómsveit Íslands, Nordic Affect, London Sinfonietta, Francesco Scavetta, Yann Tiersen, Guy Maddin, Ben Frost, Aono Jikken Ensemble, Sigur Rós, Ragnari Kjartanssyni og Sólstöfum.

Árið 2012 hlaut María viðurkenningu frá alþjóðlega tónskáldaþinginu (International Rostrum of Composers) fyrir verk sitt, Sleeping Pendulum. Hljóðritanir verka hennar hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda og má þar sérstaklega nefna plötuna Clockworking sem kom út árið 2015 hjá Sono Luminus og hefur að geyma tvö tónverk Maríu Huldar í flutningi tónlistarhópsins Nordic Affect. Einnig hefur María samið tónlist við kvikmyndir og dansverk og hafa tónsmíðar hennar verið fluttar á Íslandi, Bandaríkjunum og Evrópu.

María Huld samdi Clockworking upphaflega samið fyrir kammerhópinn Nordic Affect sem frumflutti það á Airwaves-hátíðinni 2013 og hefur síðan flutt það víða um heim auk þess sem það er titilverk samnefndrar plötu sem kom út árið 2015. Árið 2019 gerði María Huld nýja gerð verksins fyrir sinfóníuhljómsveit og var hún frumflutt í Fort Worth í Bandaríkjunum í janúar 2020 undir stjórn Miguel Harth-Bedoya. Verkið er byggt á gömlum vinnusöngvum bandarískra fanga, en úr hendingunum mótar tónskáldið mörg lítil gangverk sem saman mynda eina heild líkt og stór klukka. 

María Huld Markan Sigfúsdóttir (f. 1980) fiðluleikari og tónskáld hefur farið um víðan völl tónlistarinnar. Hún útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2000 og frá Listaháskóla Íslands með BA-gráðu í tónsmíðum árið 2007. Auk þess að sinna tónsmíðum hefur hún verið meðlimur í hljómsveitinni amiinu til margra ára og með henni ferðast heimshorna á milli og flutt tónlist í ýmsum myndum. María Huld hefur á undanförnum árum unnið með hinum ýmsu listamönnum og hljómsveitum, meðal annars Sinfóníuhljómsveit Íslands, Nordic Affect, London Sinfonietta, Francesco Scavetta, Yann Tiersen, Guy Maddin, Ben Frost, Aono Jikken Ensemble, Sigur Rós, Ragnari Kjartanssyni og Sólstöfum.

Árið 2012 hlaut María viðurkenningu frá alþjóðlega tónskáldaþinginu (International Rostrum of Composers) fyrir verk sitt, Sleeping Pendulum. Hljóðritanir verka hennar hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda og má þar sérstaklega nefna plötuna Clockworking sem kom út árið 2015 hjá Sono Luminus og hefur að geyma tvö tónverk Maríu Huldar í flutningi tónlistarhópsins Nordic Affect. Einnig hefur María samið tónlist við kvikmyndir og dansverk og hafa tónsmíðar hennar verið fluttar á Íslandi, Bandaríkjunum og Evrópu. 

María Huld samdi Clockworking upphaflega samið fyrir kammerhópinn Nordic Affect sem frumflutti það á Airwaves-hátíðinni 2013 og hefur síðan flutt það víða um heim auk þess sem það er titilverk samnefndrar plötu sem kom út árið 2015. Árið 2019 gerði María Huld nýja gerð verksins fyrir sinfóníuhljómsveit og var hún frumflutt í Fort Worth í Bandaríkjunum í janúar 2020 undir stjórn Miguel Harth-Bedoya. Verkið er byggt á gömlum vinnusöngvum bandarískra fanga, en úr hendingunum mótar tónskáldið mörg lítil gangverk sem saman mynda eina heild líkt og stór klukka.