EN

Outi Tarkiainen: Songs of the Ice

Outi Tarkiainen er fædd árið 1985 í Lapplandi og hefur hlotið mikið lof fyrir tónlist sína, meðal annars tilnefningu til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2018. 

Nýjasta verk hennar Songs of the Ice var pantað í sameiningu af Finnsku útvarpshljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Verkið er innblásið af ís á Norðurslóðum og hægu ferli árstíðanna. Systurverkið Midnight Sun Variations var frumflutt í fyrra á Proms-tónlistarhátíðinni í Royal Albert Hall og hlaut frábærar viðtökur. „Það geislaði af orku“, sagði gagnrýnandi The Times í Lundúnum, „ægifagurt verk eftir tónskáld með sterka rödd“. Tarkiainen stundaði tónsmíðanám við Sibelius-akademíuna í Helsinki, Guildhall-skólann í Lundúnum og við Háskólann í Miami. Hún er nú listrænn stjórnandi Silence-hátíðarinnar í Lapplandi.