EN

Ruggero Leoncavallo: Stridono lassu úr I Pagliacci

Texti eftir Írisi Björk Gunnarsdóttur

Pagliacci er stutt ópera í raunsæisstefnu (verismo). Bæði tónlist og texti er eftir Ruggero Leoncavallo (1857-1919). Þrátt fyrir að Leoncavallo hafi samið níu óperur er þetta eina ópera hans sem hefur staðist tímans tönn. Yfirleitt er hún sett upp ásamt óperunni Cavalleria Rusticana eftir Pietro Mascagni. 

Pagliacci var frumsýnd í Milano árið 1982 undir stjórn Arturo Toscanini. Hún rekur sögu farandleikhóps sem er stjórnað af hinum ógnarfulla og afbrýðissama Canio. Nedda og Canio eru gift, þvert á vilja Neddu sem á í ástarsambandi við annan mann. Hér syngur Nedda um ofbeldisfulla eiginmann sinn og hræðsluna við að hann komi upp um ástarsamband hennar. Þá verður henni litið á fuglana á himninum og veltir því fyrir sér hvernig sé að vera svo frjáls og fljúga um loftin blá.

Pagliacci er fyrsta óperan sem var hljóðrituð í heild sinni. Það var árið 1907 og kom tónskáldið sjálft að upptökunni.