EN

Sigfús Einarsson: Draumalandið

Sigfús Einarsson (1877-1939) gaf út Draumalandið við ljóð Guðmundar Magnússonar (1873-1918) árið 1906. Vaxandi þjóðerniskennd einkenndi íslenskt samfélag á þessum tíma. Ljóðskáld ortu um landið og tónskáld sömdu yndisfagrar laglínur og er Draumalandið gott dæmi um það. Lagið varð fljótt gríðarlega vinsælt meðal almennings og er talið ein af perlum íslenskra sönglaga.