EN

Snorri Sigfús Birgisson: Konsert fyrir hljómsveit

norri Sigfús Birgisson (f. 1954) var í hópi allra yngstu tónskálda á fyrstu Myrku músíkdögum, fyrir 40 árum. Hann hefur síðan átt verk á fjölmörgum tónleikum hátíðarinnar sem oftar en ekki hafa verið flutt af CAPUT­ hópnum, þar sem Snorri er meðlimur. Tónlist hans vakti strax mikla athygli og síðan þá hefur áhugafólk um tónlist lagt eyrun við þegar verk hans eru flutt. Snorri er fjölhæfur tónlistarmaður, hann er ekki síður þekktur sem píanóleikari og hann er einstaklega ástsæll kennari. Hann er mjög fjölhæft tónskáld, hefur samið mörg lítil lög fyrir tónlistarnemendur sem komnir eru mislangt á tónlistarbrautinni jafnt sem konserta með og án einleikshljóðfæris.

Strax árið 2011 þegar Eldborg var vígð, fór Snorri að láta sig dreyma um að semja verk sem yrði flutt í salnum. Hann hófst handa árið 2013 og lauk við smíðina sumarið 2015. Salurinn varð því kveikjan að verkinu í upphafi. Það er helgað minningu tveggja mjög náinna vina Snorra Sigfúsar, þeirra Noru Kornblueh, sellóleikara sem lést árið 2008 og eiginmanns hennar, Óskars Ingólfssonar klarínettuleikara og tónlistarstjóra Rásar 1, sem lést ári síðar.

Margvíslegur efniviður er í verkinu úr ýmsum áttum, og Snorri vitnar víða í eldri verk eftir sjálfan sig, gjarnan samin fyrir þau Noru og Óskar eða verk sem þau tóku þátt í að flytja.

Viðfangsefnið í konsertinum var helst að allt gengi upp á sínum forsendum frekar en að tjá ákveðnar tilfinningar, því áheyrendur upplifa tónlist á svo margbreytilegan hátt, að sögn Snorra sjálfs.