EN

Veronique Vaka: Lendh

Veronique Vaka (f. 1986) er sellóleikari og tónskáld, fædd í Kanada en búsett á Íslandi. Hún lagði stund á klassískan sellóleik og hélt lærði raftónsmíðar við háskólann í Montréal. Veronique lauk nýverið meistaranámi í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Páls Ragnars Pálssonar og Þuríðar Jónsdóttur. Veronique hóf að nálgast tónlistarsköpun sína á sértækari hátt þegar vann að verkefni sem nefnist From Landscape to Music Notation. Markmið þess er að skapa nokkurs konar ljóðrænt samband milli þess sem hún sér, heyrir og fnnur fyrir í óspilltri náttúrunni, og sameina í tónverk. Tónsmíðastíl hennar má lýsa sem lífrænum og sjálfsprottnum, með áherslu á smáatriði eins og í takti og hrynjandi, áferð og tónblæ. Veronique hefur m.a. samið verk fyrir Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Ensemble paramirabo, Duo Harpverk, Ensemble Adapter, Caput og Sinfóníuhljómsveit Íslands sem hluti af verkefninu YRKJA III.

Veronique segir um hið nýja verk sitt: „Þetta tónverk er tjáning þess sem ég sé, heyri og upplifi í óspilltri náttúru; ljóðrænt flæði skynjunar. Innblásturinn var jarðhitasvæðið í Krýsuvík. Ég greindi jarð- og landfræðileg einkenni svæðisins og umbreytti landslaginu eins og ég skynjaði það yfir í nótnaskrift. Úr þessari grunnmynd spruttu eðlisþættir tónsmíðarinnar.“