EN

Ungsveitin leikur Tsjajkovskíj

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
21. sep. 2025 » 14:00 » Sunnudagur Eldborg | Harpa 2.990 - 5.900 kr.
  • Efnisskrá

    Pjotr Tsjajkovskíj Sinfónía nr. 4

  • Hljómsveitarstjóri

    Nathanaël Iselin

  • Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Um hundrað ungmenni úr tónlistarskólum landsins taka þátt í hljómsveitarnámskeiði Sinfóníuhljómsveitar Íslands ár hvert undir leiðsögn atvinnuhljóðfæraleikara og hljómsveitarstjóra. Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands hélt sína fyrstu tónleika haustið 2009 í Háskólabíói og hefur síðan vakið verðskuldaða athygli en sveitin hlaut viðurkenninguna „Bjartasta vonin“ á Íslensku tónlistarverðlaununum 2016. Hljómsveitin í ár er skipuð tónlistarnemum víðs vegar að á landinu sem valdir voru úr stórum hópi ungmenna sem leikið höfðu um sæti í sveitinni með prufuspili.

Ungsveitin hefur vakið athygli fyrir samstilltan flutning og einstaka túlkun og á þessu starfsári takast þau á við hina mögnuðu og dramatísku fjórðu sinfóníu Tsjajkovskíjs. Fjórða sinfónían hefur löngum verið talin „sjálfsævisöguleg“ og skipar hún sér þannig í hóp verka á borð við fimmtu sinfóníu Beethovens og Draumórasinfóníu Berliozar. Hljómsveitarstjóri að þessu sinni er Nathanaël Iselin, fyrrum staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Björn Skúlason maki forseta Íslands er verndari Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Námsmenn yngri en 25 ára og tónlistarnemar geta keypt miða á 2.490 kr. gegn framvísun Skólakorts Sinfóníunnar í miðasölu Hörpu. Hægt er að sækja um skólakortið hér eða í miðasölu Hörpu. 

*Tónleikarnir eru um 50 mínútur án hlés. 

Sækja tónleikaskrá