EN

Dýrasinfónían – elstu börn leikskóla og 1. og 2. bekkur

Fyrir elstu börn leikskóla og 1. og 2. bekk grunnskóla

Bókunartímabilinu er lokið.

Dagsetningar í boði:

Þriðjudagur - 19. september 2023 - kl. 09:30
Þriðjudagur - 19. september 2023 - kl. 11:00
Miðvikudagur - 20. september 2023 - kl. 09:30
Miðvikudagur - 20. september 2023 - kl. 11:00

Ross Jamie Collins hljómsveitarstjóri
Þórunn Arna Kristjánsdóttir kynnir og sögumaður

Um tónleikana
Dýrasinfónían eftir bandaríska rithöfundinn Dan Brown er ævintýri þar sem dýrin eru í aðalhlutverki. Skrýtnir og skemmtilegir persónuleikar dýranna birtast ljóslifandi í fallegum myndum og ljóðum og hljóðmál dýranna má heyra í tónlistinni, ef grannt er hlustað. Myndum eftir Susan Batori er varpað upp meðan á flutningi stendur. Íslensk þýðing: Árni Sigurjónsson.

Lengd tónleikanna er u.þ.b. 40 mínútur

Tónleikarnir eru í Eldborg