Stattu og vertu að steini
Fyrir elstu börn leikskóla og 1.-4. bekk grunnskóla
Skráning hefst 26. ágú. kl . 13:00
Skráning hefst 26. ágúst kl. 13:00
Þriðjudagur - 10. febrúar 2026 - kl. 09:30
Þriðjudagur - 10. febrúar 2026 - kl. 11:00
Miðvikudagur - 11. febrúar 2026 - kl. 09:30
Miðvikudagur - 11. febrúar 2026 - kl. 11:00
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Ingunn Korsgård Hagen hljómsveitarstjóri
Ólafur Egill Egilsson sögumaður og kynnir
Tónlist
Írskt þjóðlag Bíum, bíum bambaló
Þýskt þjóðlag: Stóð ég úti í tunglsljósi
Ungverskt þjóðlag: Óskasteinar
Árni Thorsteinsson: Kirkjuhvoll
Ingi T. Lárusson: Ó blessuð vertu sumarsól
Jón Ásgeirsson: Tröllaslagur & Krummi krunkar úti
Jón Leifs: Dýravísur
Enskt þjóðlag: Kópurinn Kobbi
Um tónleikana
Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listasafns Íslands þar sem þjóðsagnaarfurinn er viðfangsefni í tali, tónum og myndlist. Á tónleikunum verða sagðar sögur líkt og í gamla daga þegar fólk kom saman í baðstofunni til að hlusta á eitthvað spennandi, skemmtilegt, hræðilegt eða fyndið. Sagt verður frá dýrum sem geta talað og allskonar kynjaverum, draugum, tröllum, álfum og huldufólki. Ólafur Egill Egilsson er kynnir og sagnamaður tónleikanna og leiðir tónleikagesti í fjöldasöng. Sjá ítarefni.
Lengd tónleikanna er u.þ.b. 40 mínútur
Ítarefni: Kópurinn Kobbi og Óskasteinar (hljóðskrár) og upplýsingar um myndefni tónleikanna.