EN

Einstakar jólastundir með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Einstakar jólastundir í samvinnu við Klettaskóla, Arnarskóla, Hlíðaskóla, Félag heyrnarlausra og Blindrafélagið. Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri, hjordis@sinfonia.is veitir upplýsingar um Einstöku jólastundirnar.

Laugardagur - 6. desember 2025 - kl. 11:00
Þriðjudagur - 16. desember 2025 - kl. 14:00
Miðvikudagur - 17. desember 2025 - kl. 09:30
Miðvikudagur - 17. desember 2025 - kl. 11:00

Sinfóníuhljómsveit Íslands
Elias Brown hljómsveitarstjóri
Björk Níelsdóttir kynnir (trúðurinn Bobba)

Efnisskrá í tónleikaröð
Robert Sheldon Jólaforleikur
Katherine K. Davis Litli trommuleikarinn fyrir hljómsveit og ballettdansara
Leroy Anderson Sleðaferðin
Leroy Anderson Bugler‘s Holiday
Þórir Baldursson Syrpa einstakra bara
Emil Waldteufel Skautavalsinn
Gunnar Þórðarson Jólaforleikur

 Um tónleikana
Jólastundir Sinfóníuhljómsveitarinnar eru tónleikar fyrir einstaka tónleikagesti þar sem öll umgjörð og utanumhald tekur mið af þörfum þeirra sem viðburðinn sækja. Sérstaklega er hugað að ljósum og hljóði og hvíldaraðstöðu innan tónleikarýmis. Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli og sjónlýsing er í boði á undan völdum tónleikum. Leiðsöguhundar eru velkomnir. Einstakar tónlistarstundir eru í samvinnu hljómsveitarinnar og tónleikagesta. Tónlistarflutningur er í sal á undan öllum jólastundunum til að skapa kyrrð, ró og notalegheit. 

Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri, hjordis@sinfonia.is veitir upplýsingar um Einstöku jólastundirnar.