EN

Tobbi túba - skólatónleikar

Leikskólatónleikar og 1. - 2. bekkur grunnskóla

Bókunartímabilinu er lokið.

Skólatónleikar fyrir leikskóla og 1.-2. bekk grunnskóla.
Tónleikarnir eru í Eldborg og vara í u.þ.b. 40 mínútur. 

Þriðjudagur - 23. apríl 2019 - kl. 14:00
Miðvikudagur - 24. apríl 2019 - kl. 09:30
Miðvikudagur - 24. apríl 2019 - kl. 11:00

Tónlistarævintýrið um Tobba túbu hefur notið mikilla vinsælda allt frá útgáfu þess árið 1945. Í ævintýrinu um Tobba segir frá hugrakkri túbu sem þráir það heitast að fá að leika fallegar laglínur rétt eins og flauturnar og fiðlurnar í hljómsveitinni. Ævintýrið um túbuna er margrómað og hefur verið gefið út á fjölda tungumála. Ódauðlegt ævintýri um hvatningu, vináttu og traust.

Efnisskrá
Thea Musgrave: Loch Ness - Póstkort frá Skotlandi
George Kleinsinger: Tobbi túba

Flytjendur
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Bjarni Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóri
Halldóra Geirharðsdóttir sögumaður
Nimrod Ron einleikari

Myndefni við Tobba túbu: Ari H. Yates.
Myndefni við Loch Ness: Nemendur úr 3. bekk Egilsstaðaskóla undir leiðsögn Kristínar Hlíðkvist Skúladóttur.

Beint streymi frá skólatónleikunum hefst miðvikudaginn 24. apríl kl. 11 og er aðgengilegt hér: www.sinfonia.is/bein-utsending.