EN

Hverfatónleikar fyrir leikskóla og grunnskóla

Fyrir elstu börn leikskóla og yngstu börn grunnskóla

Haft verður samband við hverfaskólana í Breiðholti og Grafavogi þegar bókanir hefjast.

Mánudagur - 27. apríl 2020 - kl. 11:00
Þriðjudagur - 28. apríl 2020 - kl. 09:30
Þriðjudagur - 28. apríl 2020 - kl. 11:00
Miðvikudagur - 29. apríl 2020 - kl. 09:30
Miðvikudagur - 29. apríl 2020 - kl. 11:00

Sagan um Maxímús Músíkús er hjartnæmt tónlistarævintýri um mús sem villist inn á æfingu hjá sinfóníuhljómsveit. Á æfingunni kynnist Maxi tónlistinni af eigin raun og tekur hlustendur með sér inn í heillandi hljóðheim sinfóníuhljómsveitarinnar. Tónlistin sem hljómar á tónleikunum er úr ýmsum áttum og má þar nefna Bolero eftir Maurice Ravel og Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns. Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari er höfundur tónlistarævintýranna um Maxímús Músíkús og Þórarinn Már Baldursson myndskreytir sögurnar. Hallfríður og Þórarinn eru bæði hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Efnisskrá
Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina

Flytjendur
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Bjarni Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóri
Valur Freyr Einarsson sögumaður

Dagskrá hverfatónleika

Mánudagur 27.04.20
11:00-11:40 Tónleikastaður: Seljaskóli

Þriðjudagur 28.04.20
09:30 Tónleikastaður: Austurberg
11:00 Tónleikastaður: Austurberg

Miðvikudagur 29.04.20
09:30 Tónleikastaður: Rimaskóli
11:00 Tónleikastaður: Rimaskóli