Túba
Túban er stærsta málmblásturshljóðfærið með djúpan og mjúkan tón sem myndar trausta undirstöðu fyrir alla málmblásarafjölskylduna. Hún leikur oftast dýpstu tónanna í hljómsveitinni, stækkar þá og gefur þeim mýkt. Það þarf mikið loft til þess að blása í túbuna, sérstaklega ef á að spila dýpstu tónana sterkt. Í málmblásarafjölskyldunni eru einnig horn, trompetar og básúnur.