Víbrafónn
Víbrafónninn kemur úr fjölskyldu slagverkshljóðfæra, en sú fjölskylda er bæði ótrúlega fjölbreytt og risastór. Tónn víbrafónsins myndast þegar slegið er á mislangar málmþynnur með tveimur eða fleiri sleglum. Tónnin er mjög hreinn, skýr og mjúkur. Hljóðfæraleikarinn getur stjórnað hversu lengi tónninn lifir með því að stíga á demparapedalann.