Hljóðfæraleikarar
Sigurður Bjarki Gunnarsson
Sigurður Bjarki lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1995 undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Sigurður lauk Bachelors-prófi frá Manhattan School of Music árið 1998 og Masters-prófi frá Juilliard-skólanum í New York árið 2000. Auk þess að starfa í Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur Sigurður Bjarki komið fram með Kammersveit Reykjavíkur, CaputCAPUT-hópnum og Kammerhóp Salarins. Sigurður hefur einnig komið fram á sumartónleikum í Skálholti og tónlistarhátíðinni á Kirkjubæjarklaustri.