EN

Hljóðfæraleikarar

Richard Korn

  • Deild: Bassi
Richard Korn lauk BA-tónlistarprófi frá Háskólanum í Boston árið 1978 og stundaði síðar nám við Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Vínarborg. Hann hefur komið víða við sem tónlistarmaður, tekið þátt í flutningi á kammertónlist og unnið talsvert við leikhús. Auk þess hefur hann leikið með fjölda dægurtónlistarmanna, innlendum sem erlendum, bæði blús, djass, rokk og tangó. Richard lék fyrst með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1978.