EN

Hljóðfæraleikarar

Andrzej Kleina

  • Deild: 1. fiðla
  • Netfang: andreskleina ( @ ) internet ( . ) is
Eftir nám í tónlistarskóla í Gdansk í Póllandi lagði Andrzej Kleina stund á framhaldsnám í sömu borg á árunum 1970 - 1974. Hann lauk MA-einleikaraprófi í fiðluleik frá Tónlistarakademíunni í Gdansk árið 1980. Andrzej var fiðluleikari í Pólsku baltnesku Fílharmóníusveitinni á árunum 1975 - 1982; í Pólsku kammerfílharmóníusveitinni frá frá 1982 - 1988 en þá var hann ráðinn við Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur allar götur síðan verið þriðji konsertmeistari. Andrzej var kennari við Tónlistarskólann í Garðabæ frá árinu 1989 - 1995. Hann hefur leikið á flestum útgefnum hljómdiskum SÍ og inn á fjölmargar íslenskar kvikmyndir.