EN

Bjarni Frímann Bjarnason

Aðstoðarhljómsveitarstjóri

Bjarni Frímann Bjarnason var ráðinn aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2018. Sem aðstoðarhljómsveitarstjóri mun Bjarni Frímann gegna veigamiklu og fjölþættu hlutverki hjá hljómsveitinni og taka að sér stór og minni verkefni, fyrst og fremst á stjórnendapallinum, en líka í öðru listrænu starfi hljómsveitarinnar og tekur til að mynda sæti í verkefnavalsnefnd hljómsveitarinnar.

Frá árinu 2018 hefur Bjarni Frímann einnig gegnt stöðu tónlistarstjóra hjá Íslensku óperunni og var tilnefndur sem tónlistarflytjandi ársins sama ár á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir hljómsveitarstjórn í uppfærslu Íslensku óperunnar á Toscu eftir Giacomo Pucc­ini.