Daníel Bjarnason
Listamaður í samstarfi
Daníel Bjarnason hefur átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands í rúman áratug, bæði sem hljómsveitarstjóri og tónskáld.
Hann hefur unnið með og fengið verk sín flutt af fjölda hljómsveita og má þar nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, Fílharmóníusveitirnar í Los Angeles, New York og Helsinki, Sinfóníuhljómsveitirnar í Toronto, Tókýó, Gautaborg, Melbourne, Berlín, Zurich, San Francisco, London, Vín og svo mætti áfram telja. Hann hefur gefið út plötur hjá plötufyrirtækinu Bedroom Community og Sono Luminus. Meðal helstu nýlegu verka Daníels eru óperan Brothers, fiðlukonsertinn Scordatura, píanókonsertinn FEAST og slagverkskonsertinn Inferno. Daníel hefur gegnt stöðum staðarlistamanns og aðalgestastjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands og gegnir nú stöðunni „listamaður í samstarfi“.
Framundan hjá Daníels er stórt hljómsveitarverk samið fyrir sinfóníuhljómsveitirnar í Toronto, Cincinnati og Helsinki ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og óperan Agnes sem er samin að beiðni Íslensku óperunnar.