EN

Tónleikar & miðasala

júní 2018

Óperan Brothers 8. jún. 21:00 Föstudagur Eldborg | Harpa

Íslenska óperan sýnir óperuna Brothers eftir Daníel Bjarnason í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands á Listahátíð í Reykjavík í júní 2018. Verkið sem fjallar um stríð, bræðralag og ástir, er byggt á samnefndri kvikmynd eftir Susanne Bier sem margir þekkja og librettóið er eftir Kerstin Perski.

Óperan, sem er fyrsta ópera tónskáldsins, var frumsýnd í Árósum síðastliðið haust í Den Jyske Opera og hlaut frábærar viðtökur áheyrenda og einróma lof gagnrýnenda. Brothers var valið tónverk ársins í sígildri- og samtímatónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum 2018. Leikstjóri uppfærslunnar er Kasper Holten sem lét nýverið af störfum sem óperustjóri Covent Garden.

Aðalæfing fyrir óperuna er föstudaginn 8. júní kl. 21:00.

  • Söngvarar

    Oddur Arnþór Jónsson
    Marie Arnet
    Selma Buch Ørum Villumsen
    Elmar Gilbertsson
    Þóra Einarsdóttir
    James Laing
    Jakob Zethner
    Hanna Dóra Sturludóttir
    Paul Carey Jones

  • Flytjendur

    Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kór Íslensku óperunnar

  • Tónskáld og hljómsveitarstjóri

    Daníel Bjarnason

  • Líbrettó

    Kerstin Perski

  • Leikstjórn

    Kasper Holten