EN

Á ferð og flugi ­

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
9. feb. 2023 » 20:00 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.700 - 7.700 kr.
  • Efnisskrá

    Georg Friedrich Händel Arrival of the Queen of Sheba
    Kaija Saariaho Asteroid 4179: Toutatis
    Gustav Mahler Lieder eines fahrenden Gesellen
    Claude Debussy La mer, lokakafli

  • Hljómsveitarstjóri

    Eva Ollikainen

  • Einsöngvari

    Jóhann Kristinsson

  • Kynnir

    Halla Oddný Magnúsdóttir

Tónleikakynning » 9. feb. kl. 18:30 — Hörpuhorn

Á þessum tónleikum gefst áheyrendum tækifæri til þess að sitja kyrrir á sama stað og samt að vera að ferðast – bæði aftur í tímann og út í geim. Hinn frægi inngöngumars Händels, The Arrival of the Queen of Sheba, er ættaður úr óratoríunni Salómon þar sem frásögn Gamla testamentisins af komu drottningarinnar af Saba til Ísraels liggur til grundvallar. Marsinn hljómar þó iðulega einn og sér, en hann var meðal annars fluttur við opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Lundúnum árið 2012. Verk Kaiju Saariaho, Asteroid 4179: Toutatis, lýsir í tónum ferð loftsteins sem flýgur nærri jörðu. Það var pantað af Berlínar- fílharmóníunni og frumflutt undir stjórn Sir Simons Rattles. Meistaraverk Mahlers, Söngvar förusveins, bindur saman ástarraunir og náttúrumyndir á hrífandi gönguför í anda þýsku rómantíkurinnar. 

Einsöngvarinn, Jóhann Kristinsson, hefur getið sér gott orð, bæði sem ljóða- og óperusöngvari og sló í gegn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á síðasta starfsári þegar hann söng barítónhlutverkið í Þýskri sálumessu Brahms. Í lok tónleikanna er haldið á haf út, en La mer er hið mikilfenglegasta af hljómsveitarverkum Debussys, eins konar sinfónía um hafið, vindinn og öldurnar.

Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir án hlés og er einnig sjónvarpað beint á RÚV.

Sækja tónleikaskrá