EN

Árstíðir í múmíndal

Föstudagsröð

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
3. mar. 2023 » 18:00 » Föstudagur Norðurljós | Harpa 3.900 kr
  • Efnisskrá

    Lauri Porra Árstíðir í múmíndal

  • Upplesari

    Jóhanna Vigdís Arnardóttir

  • Sinfóníuhljómsveit Íslands

Bækur Tove Jansson um múmínálfana hafa áratugum saman notið mikilla vinsælda meðal barna og fullorðinna, enda búa skáldverkin og teikningarnar sem þeim fylgja yfir marglaga seiðmagni og visku. Heimspekilegri og dekkri hliðar múmíndalsins og íbúa hans hafa veitt fjölmörgum fullorðnum listamönnum úr ýmsum áttum innblástur. Einn þeirra er finnska tónskáldið Lauri Porra sem auk fjölbreyttra tónsmíða hefur getið sér gott orð sem bassaleikari þungarokkssveitarinnar Stratovarius. 

Þess má reyndar geta að Porri er barnabarnabarn Sibeliusar, þjóðartónskálds Finna. Tónverk hans sem hér hljómar nefnist Árstíðir í múmíndal en þar fléttast tónlist Porra fyrir sinfóníuhljómsveit saman við texta og myndir Tove Jansson á hrífandi hátt. Ómótstæðilegir föstudagstónleikar sem íslenskir aðdáendur múmínálfanna ættu ekki að láta framhjá sér fara.

Guðrún Jarþrúður Baldvinsdóttir íslenskaði sögu Tove.

*Tónleikarnir eru u.þ.b. klukkustundarlangir án hlés. 

Sækja tónleikaskrá