Dagsetning | Staðsetning | Verð | ||
---|---|---|---|---|
20. mar. 2025 » 19:30 » Fimmtudagur | Eldborg | Harpa | 2.900 - 6.900 kr. | ||
Kaupa miða |
-
Efnisskrá
Arvo Pärt Sinfóníur nr. 1, 2, 3 og 4
-
Hljómsveitarstjóri
Eva Ollikainen
Eistneska tónskáldið Arvo Pärt er meðal þekktustu núlifandi tónskálda heims og svo virðist sem kyrrðin, tærleikinn og hin allt að því dulræna andakt sem einkennir mörg verka hans eigi sérstakt erindi við nútímamanninn. Sá upphafni einfaldleiki sem verk Pärts búa yfir, og hefur verið nefndur helginaumhyggja, eða holy minimalism, er þó ekki eins einfaldur og hann sýnist. Hann byggir á áralangri leit og tilraunum með hugmyndafræði, form, tónmál og stíl.
Árið 2025 fagnar Arvo Pärt níræðisafmæli og af því tilefni flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands allar fjórar sinfóníur hans á einum tónleikum, undir stjórn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra. Sinfóníurnar verða jafnframt hljóðritaðar til útgáfu á vegum breska útgáfufyrirtækisins Chandos. Eins og tónskáldið sjálft hefur sagt er sérhver af sinfóníunum fjórum eins og heimur út af fyrir sig. Hér gefst einstakt tækifæri til að hlýða á þær í tímaröð — þær eru eins konar vörður á langri listrænni og andlegri vegferð tónskáldsins, en fjörutíu og fimm ár aðskilja þá fyrstu og þá fjórðu í tíma.
*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.