EN

Bára og Gunnar Andreas – aflýst

Ókeypis hádegistónleikar á Myrkir músíkdagar

Dagsetning Staðsetning Verð
28. jan. 2022 » 12:15 - 13:15 » Föstudagur Norðurljós | Harpa Aflýst
  • Efnisskrá

    Gunnar Andreas Kristinsson Flekar
    Bára Gísladóttir VAPE

  • Hljómsveitarstjóri

    Ville Matvejeff

Í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar og hertra samkomutakmarkanna hefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands ákveðið að aflýsa tónleikunum.

Bára Gísladóttir hefur vakið verulega athygli undanfarin ár fyrir frumlegar tónsmíðar sínar og hefur hlotið fjölda viðurkenninga, meðal annars hlaut hún nýverið þriggja ára tónsmíðastyrk danska ríkisins. Hugmyndin að verkinu VAPE spratt út frá árás sem fimm menn gerðu með taugagasinu sarin í neðanjarðarlestarkerfi Tókýó-borgar árið 1995, og er hljómsveitinni skipt í fimm hópa. Frá því að verkið var frumflutt árið 2016 hefur það farið víða, var meðal annars flutt á opnunarhátíð hinnar víðfrægu tónlistarhátíðar í Darmstadt í Þýskalandi.

Gunnar Andreas Kristinsson hefur hlotið mikið lof fyrir plötuna Moonbow sem kom út nýverið hjá Sono Luminus-útgáfunni í Bandaríkjunum. Á þessum tónleikum hljómar verkið Flekar, sem tónskáldið segir að sé „samsett úr tónmössum sem mætast eða skarast líkt og jarðflekar, með tilheyrandi núningi og spennumyndun“. Flekar voru samdir að beiðni Gunnsteins Ólafssonar vorið 2019 fyrir Sinfóníuhljómsveit unga fólksins en verkið hljómar nú í fyrsta sinn í útgáfu fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit.

Aðgangur er ókeypis.