EN

Barnastund Sinfóníunnar

Ókeypis tónleikar fyrir yngstu hlustendurna

Tryggðu þér sæti á besta verðinu. Veldu ferna eða fleiri tónleika á Regnbogakort með 20% afslætti
  • 9. mar. 2019 » 11:30 Norðurljós | Harpa Aðgangur ókeypis
  • Efnisskrá

    Hressileg og fjörmikil dagskrá ásamt sígildum lögum og söngvum sem styttir biðina eftir vorinu.

  • Kynnir

    Hjördís Ástráðsdóttir og
    Sigurður Þór Óskarsson

Barnastundir Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa notið mikilla vinsælda. Tónlistin og lengd stundarinnar er sérstaklega sniðin að þeim hópi sem er of ungur til að sitja heila tónleika í Litla tónsprotanum. Barnastundin er hálftíma löng og fer fram í Norðurljósum. Gott er að taka með sér púða til að sitja á. Leikarinn og söngvarinn Sigurður Þór Óskarsson, sem fór eftirminnilega með hlutverk Emils í Kattholti á Astrid Lindgren-tónleikum hljómsveitarinnar á síðasta starfsári, kemur í heimsókn ásamt tónlistarmúsinni Maxímús Músíkús.

Við ætlum að hafa þetta huggulegan laugardagsmorgun og því er upplagt að mæta í náttfötunum og með uppáhaldsbangsann sinn eða mjúkan kodda.

Ókeypis er í barnastundina og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.