EN

Barnastund Sinfóníunnar

Ókeypis tónleikar fyrir yngstu hlustendurna

Dagsetning Staðsetning Verð
17. sep. 2022 » 11:30 » Laugardagur Flói | Harpa
  • Barnastund:

    Létt og leikandi tónlist fyrir allra yngstu hlustendurna

  • Hljómsveitarstjóri

    Nathanaël Iselin

  • Kynnir

    Trúðurinn Aðalheiður / Vala Kristín Eiríksdóttir

Á Barnastundum Sinfóníuhljómsveitarinnar er áhersla lögð á notalegheit og nánd við hljómsveitina þar sem létt og leikandi tónlist er flutt fyrir allra yngstu hlustendurna. Barnastundirnar hafa notið mikilla vinsælda og eru sannkallaðar gæðastundir og góður upptaktur að ljúfum degi.

Dagskráin er um það bil hálftímalöng og er leidd af konsertmeisturum Sinfóníuhljómsveitarinnar. Á þessari Barnastund kynnir trúðurinn Aðalheiður fallegar haustperlur og klassíska gimsteina. Skemmtileg samverustund fyrir yngstu börnin.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsúm leyfir. Gott er að koma með púða til að sitja á.

Aðrar Barnastundir verða haldnar 5. nóvember og 11. mars kl. 11:30.