EN

Íslensk-pólsk barnastund

Ókeypis tónleikar fyrir yngstu hlustendurna

Dagsetning Staðsetning Verð
5. nóv. 2022 » 11:30 » Laugardagur Flói | Harpa
Aðgangur ókeypis
  • Barnastund:

    Létt og leikandi tónlist fyrir allra yngstu hlustendurna

  • Hljómsveitarstjóri

    Kynnt síðar

Á þessari Barnastund Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða leikin pólsk og íslensk barnalög og aðrar klassískar perlur fyrir yngstu hlustendurna. Barnastundin er kynnt á tveimur tungumálum, íslensku og pólsku, af trúðunum Aðalheiði  og CHICHOTEK. Barnastundirnar hafa notið mikilla vinsælda og eru sannkallaðar gæðastundir og góður upptaktur að ljúfum laugardegi. Maxímús Músíkús kemur einnig við og heilsar upp á börnin.

Aðgangur er ókeypis og gott er að koma með púða til að sitja á.