Dagsetning | Staðsetning | Verð |
---|---|---|
5. okt. 2024 » 11:30 » Laugardagur | Flói | Harpa | |
5. okt. 2024 » 12:45 » Laugardagur | Flói | Harpa | 0 kr. |
-
Efnisskrá
Létt og leikandi tónlist fyrir allra yngstu hlustendurna
-
Hljómsveitarstjóri
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir
-
Kynnir
Björk Níelsdóttir, sópransöngkona
Barnastundir Sinfóníuhljómsveitar Íslands njóta ævinlega mikilla vinsælda, enda rík áhersla lögð á vinalegt andrúmsloft, notalegheit og nánd við hljómsveitina. Á Barnastundum hljómar létt og leikandi tónlist sem hentar jafnvel allra yngstu hlustendunum og allri fjölskyldunni um leið. Börn og fullorðnir njóta samveru og tónlistar á þessum sannkölluðu gæðastundum, en dagskráin er um hálftímalöng.
Skemmtilegar og lifandi kynningar milli verka opna heim tónlistarinnar enn frekar fyrir ungum sem öldnum og kunnugleg lög jafnt sem klassískir gimsteinar fá að hljóma í sinfónískum búningi. Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir heldur um tónsprotann að þessu sinni og Björk Níelsdóttir er einsöngvari og kynnir. Tónlistarmúsin sívinsæla, Maxímús Músíkús, er fastagestur á þessum tónleikum og jafnan tekið fagnandi af yngstu tónleikagestunum.
Aðgangur er ókeypis og gott er að koma með púða fyrir smáfólkið sem gjarnan vill sitja fremst. Vinsamlega athugið að bóka miða.
Barnastund að vori verður haldin í Flóa, laugardaginn 1. mars kl. 11:30 og 12:45.