EN

Calder-strengjakvartettinn

Kammertónleikar í Norðurljósum

  • 8. okt. 2017 » 17:00 Norðurljós | Harpa 3.900 kr.
  • Hlusta

Calder-strengjakvartettinn er einn fremsti strengjakvartett Bandaríkjanna og hlaut hin virtu Avery Fisher-verðlaun árið 2014. Á efnisskránni í Norðurljósum verður tónlist eftir tvo höfunda sem búsettir eru í Los Angeles, hljómsveitarstjórann heimsfræga Esa-Pekka Salonen og bandaríska tónskáldið Andrew Norman sem vakið hefur mikla athygli undanfarin ár. 

Norman fékk viðurkenninguna „tónskáld ársins 2016“ hjá Musical America og hlaut einnig nýverið Grawemeyer-verðlaunin sem eru ein virtustu tónskáldaverðlaun heims. 

Einnig hljómar á tónleikunum nýlegt verk sem Daníel Bjarnason samdi fyrir Calder-kvartettinn og hefur hlotið afar góðar viðtökur. 

Nemendur og handhafar Skólakorts Sinfóníunnar fá miða á tónleikana á 500 kr. í miðasölu Hörpu.

Tónleikarnir eru liður í LA / Reykjavík hátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands og eru haldnir í samstarfi við Kammermúsíkklúbbinn.