EN

Samstöðudagskrá í Hörpuhorni

Opin dagskrá til stuðnings neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu - Aðgangur ókeypis

Dagsetning Staðsetning Verð
24. mar. 2022 » 17:30 - 19:20 » Fimmtudagur Hörpuhorn | Harpa Aðgangur ókeypis
  • Um viðburðinn

    Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Hörpuhorni

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur sérstaka samstöðutónleika með Úkraínu fimmtudag 24. mars og mun miðasalan renna óskipt til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Hér má lesa nánar um kvöldtónleikana. 

Á undan tónleikunum koma framúrskarandi tónlistarmenn fram í Hörpuhorni og leika til stuðnings Úkraínu.

Fimmtudagur 24. mars í Hörpuhorni
17:30-18:00
   Maxímús Músíkús býður til fjölskyldustundar með Dúó Stemmu.
18:00-18:20   Mikolaj Ólafur Frach píanóleikari flytur Sónötu í b-moll op. 35 eftir Chopin.
18:20-18:40   Violetta: Alexandra Chernyshova sópran og Rúnar Þór Guðmundsson tenór flytja söngdagskrá ásamt Helga Má Hannessyni píanóleikara.
18:40-19:00   Blásarahópur Sinfóníunnar leikur dægurlagaperlur.
19:00-19:20   Söngatriði frá Íslensku óperunni: Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópran og og Elena Postumi píanóleikari. 

Afþreying fyrir börn og fjölskyldur
Börnum og fjölskyldum þeirra er boðið á gagnvirku sýninguna Hringátta / Circuleight milli kl. 18-19, að kostnaðarlausu. Hljóðhimnar, barna- og fjölskyldurýmið, verður opið lengur þennan dag eða til kl. 19:00 og sem fyrr er aðgangur gjaldfrjáls. Hljóðhimnar er upplifunarrými fyrir börn og fjölskyldur þar sem hægt er að uppgötva töfraheim hljóðs og tóna á einstakan hátt.

Veitingasala
Allur ágóði af veitingasölu og veitingastaðanna La Primavera og Hnoss í Hörpu frá kl. 17-22 á tónleikadegi mun einnig renna til hjálparstarfsins. 

Listaverkauppboð
Listval á fyrstu hæð verður með uppboð á listaverkum þar sem allur ágóði rennur til styrktar málefninu. Uppboðið byrjar fimmtudaginn 24. mars kl. 18.00 og stendur yfir til 31. mars. Hægt verður að sjá öll verkin í Listvali í Hörpu þessa daga en uppboðið sjálft fer fram á heimasíðu Listval. Opið verður til kl. 20.00 á tónleikadeginum.

Aðgangur er ókeypis í Hörpuhorn en þau sem vilja leggja málstaðnum lið geta lagt inn frjáls framlög:

Kennitala: 521176-0409
Reikningsnúmer: 526-26-5281