EN

Emanuel Ax spilar Beethoven

Heiðurstónleikar fyrir Vladimir Ashkenazy

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á tvenna tónleika eða fleiri – kaupa kort
Dagsetning Staðsetning Verð
3. jún. 2021 » 19:30 - 21:30 Eldborg | Harpa Miðasala ekki hafin

Sinfóníuhljómsveit Íslands heiðrar Vladimir Ashkenazy á þessum tónleikum fyrir ómetanlegt framlag hans til tónlistar bæði á Íslandi og um heim allan. Vladimir Ashkenazy er goðsögn í lifanda lífi og hafa fáir núlifandi píanóleikarar átt annan eins feril og hann, allt frá því að hann sigraði í Tsjajkovskíj-keppninni í Moskvu árið 1962. Upphaflega var ráðgert að Ashkenazy myndi stjórna þessum tónleikum, en hann tilkynnti í ársbyrjun 2020 að hann væri hættur öllu tónleikahaldi. Í staðinn eru þessir tónleikar þakkarvottur til Vladimirs og Þórunnar Ashkenazy fyrir ómetanlegt framlag þeirra til tónlistarlífs á Íslandi í meira en hálfa öld, og verða þau bæði viðstödd tónleikana.

Emanuel Ax hefur verið einn virtasti píanóleikari Bandaríkjanna svo áratugum skiptir. Hann hefur hlotið sjö Grammy-verðlaun og fjölda annarra viðurkenninga, en á milli þess sem hann leikur á tónleikum um allan heim er hann prófessor í píanóleik við Juilliard-listaháskólann í New York. Það er mikið fagnaðarefni að þessi heimskunni listamaður komi nú í fyrsta sinn fram á tónleikum á Íslandi. Keisarakonsert Beethovens er stórfenglegt tónverk enda nafngiftin komin til af því að hann þótti þvílík afburðasmíð, „keisari konsertanna“. Þessir tónleikar eru lokapunktur Beethoven-afmælisársins hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ashkenazy var einn fremsti túlkandi Chopins á 20. öld og í heiðursskyni við hann mun Emanuel Ax leika nokkur einleiksverk Chopins fyrir píanó sem upptakt að konserti Beethovens.