EN

Eva og Marianna

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
18. apr. 2024 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 3.000 - 9.200 kr.
HorfaHlusta
 • Efnisskrá

  Wolfgang Amadeus Mozart Sinfónía nr. 41
  Richard Strauss Burleske
  Richard Strauss Tod und Verklärung (Dauði og uppljómun)

 • Hljómsveitarstjóri

  Eva Ollikainen

 • Einleikari

  Marianna Shirinyan

Tónleikakynning » 18. apr. kl. 18:00

Júpíter-sinfónían er síðasta og viðamesta sinfónía Wolfgangs Amadeusar Mozart og að margra dómi ekki aðeins besta sinfónía hans, heldur alls klassíska tímabilsins. Hún er upphafsverkið á þessum fjölbreyttu tónleikum þar sem Jan Söderblom gestakonsertmeistari stjórnar flutningnum úr sæti.  Á tónleikunum hljómar einnig Burleske eftir Richard Strauss en hann var ekki nema tuttugu og eins árs gamall þegar hann samdi konsertinn og var hann alla tíð í miklum metum hjá tónskáldinu sem taldi hann með sínum bestu verkum.

Einleikari er armensk-danski píanóleikarinn Marianna Shirinyan sem heillaði tónleikagesti með flutningi sínum á píanókonserti Griegs með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Rumons Gamba vorið 2022. Shirinyan hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir innblásinn leik, meðal annars verðlaun danskra gagnrýnenda og sérstök menningarverðlaun DR, danska útvarpsins. Síðasta verkið á efnisskránni er Dauði og uppljómun eftir Richard Strauss, heimspekilegt tónaljóð sem kannar ráðgátuna um hvað bíður handan þessa lífs. Tónleikunum stjórnar Eva Ollikainen aðalhljómsveitarstjóri.

*Arngunnur Árnadóttir sem upphaflega var kynnt sem einleikari tónleikanna hefur því miður forfallast. Í hennar stað leikur píanóleikarinn Marianna Shirinyan Burleske eftir Richard Strauss.

*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.

Sækja tónleikaskrá