EN

Evrópuferð - Tónleikar í Barcelona

Palau de la Música

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
18. mar. 2026 » 20:00 » Miðvikudagur Palau de la Música
Kaupa miða
  • Efnisskrá

    Jean Sibelius Dóttir norðursins
    Edward Elgar Sellókonsert
    Anna Þorvaldsdóttir ARCHORA
    Ígor Stravinskíj Svíta úr Eldfuglinum

  • Hljómsveitarstjóri

    Eva Ollikainen

  • Einleikari

    Kian Soltani

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í tónleikaferð um Evrópu í mars og leikur þar á sex tónleikum undir stjórn Evu Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóra sveitarinnar. Einleikari í ferðinni er Kian Soltani, einn virtasti sellóleikari samtímans, en hann er jafnframt staðarlistamaður hljómsveitarinnar á starfsárinu. Verkið ARCHORA eftir Önnu Þorvaldsdóttur verður flutt á öllum tónleikum ferðarinnar og önnur verk á efnisskrá eru sellókonsertar eftir Edward Elgar og Witold Lutosławski. Auk þess hljóma í ferðinni sinfónía nr. 2 og Dóttir norðursins eftir Jean Sibelius ásamt Eldfuglinum eftir Ígor Stravinskíj.

Tónleikasalirnir sem hljómsveitin leikur í eru með þeim glæsilegustu í Evrópu; M.a. Elbphilharmonie í Hamborg, Tonhalle í Zürich, Victora Hall í Genf og Palau de la Música í Barcelona.