EN

Fjölskyldutónleikar á Menningarnótt

Úrval úr dagskrá Litla tónsprotans

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
18. ágú. 2018 » 15:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa Aðgangur ókeypis
  • Efnisskrá

    Úrval úr dagskrá Litla tónsprotans

  • Hljómsveitarstjóri

    Bjarni Frímann Bjarnason

  • Kynnir

    Brynhildur Guðjónsdóttir

Á fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Menningarnótt fá ungir hlustendur á öllum aldri að kynnast stuttlega þeim fjölbreyttu og skemmtilegu verkum sem flutt verða á Litla tónsprotanum, áskriftarröð fjölskyldunnar, á starfsárinu. Auk nýrra tónlistarævintýra um Maxímús Músíkús og Strákinn og slikkeríið verða leikin brot úr Leikfangasinfóníunni og rykið dustað af dansskónum í skemmtilegum slögurum. 

Brynhildur Guðjónsdóttir leiðir hlustendur inn í heim hinnar sinfónísku tónlistar og hljómsveitarstjóri tónleikanna er Bjarni Frímann Bjarnason.

Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hægt er að nálgast miða frá kl. 11:00 á tónleikadegi í miðasölu Hörpu.