EN

Gleðistund Sinfóníunnar

Kammertónleikar í Hörpu – Hornleikarar og Dúó Edda

Dagsetning Staðsetning Verð
11. sep. 2020 » 17:30 - 18:30 » Föstudagur 1. hæð Hörpu Aðgangur ókeypis
  • Efnisskrá

    Wolfgang Amadeus Mozart Forleikurinn að Töfraflautunni
    Anthony Plog Hornkvartett nr. 1
    Kerry Turner The Casbah of Tetouan
    Maurice Ravel Sónata fyrir fiðlu og selló

  • Flytjendur

    Horndeild Sinfóníunnar
    Dúó Edda

Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands bjóða upp á sannkallaða gleðistund á fyrstu hæð Hörpu kl. 17:30 á föstudögum í september þar sem flutt verður fjölbreytt og skemmtileg kammertónlist.

Á þessum fyrstu kammertónleikum flytja hornleikarar hljómsveitarinnar nokkur sérvalin og fjörug verk. Horndeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands skipa þeir Asbjørn Ibsen Bruun, Emil Friðfinnson, Frank Hammarin, Joseph Ognibene og Stefán Jón Bernharðsson. Ásamt þeim flytur strengjadúettinn Dúó Edda, skipuð Veru Panitch og Steineyju Sigurðardóttur, sónötu fyrir fiðlu og selló eftir Maurice Ravel.

Á meðan hefðbundið tónleikahald getur ekki farið fram býður hljómsveitin upp á sérsniðna dagskrá í september með þrennum kammertónleikum og fernum sjónvarpstónleikum í Eldborg sem sendir eru út á RÚV. Kammertónleikarnir eru haldnir á 1. hæð í Hörpu þar sem hljóðfæraleikarar Sinfóníunnar flytja fjölbreytta kammertónlist. Hér getur þú lesið nánar um alla kammertónleika hljómsveitarinnar í september.

Veitingastaðurinn opnar kl. 16:30 en þar verður hægt að kaupa léttar veitingar og tapas-disk. Komdu og njóttu tónlistarinnar í fallegu og rólegu umhverfi. Tónleikarnir eru ókeypis.

Nánar um allar Gleðistundir Sinfóníunnar í september.