EN

Grubinger og Daníel

Sinfónían á Mykrum músíkdögum

Snilld í áskrift! Veldu tvenna tónleika eða fleiri á kortið þitt og þú færð 20% afslátt af miðaverði. Kaupa áskrift
Dagsetning Staðsetning Verð
28. jan. 2021 » 19:30 - 21:30 Eldborg | Harpa Miðasala ekki hafin

Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum leikur hljómsveitin fjögur nýleg verk eftir þrjú íslensk tónskáld undir stjórn Daníels Bjarnasonar, aðalgestastjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en slagverkskonsert hans verður þá frumfluttur á Íslandi. „Töframaður slagverksins“, sagði einn gagnrýnandi um austurríska slagverkssnillinginn Martin Grubinger, sem hefur verið meðal þeirra fremstu í sínu fagi í tvo áratugi. Hann er fastagestur hjá fremstu hljómsveitum heims, meðal annars Fílharmóníusveitunum í Berlín og Vínarborg, og Deutsche Grammophon gefur út geisladiska hans sem hafa náð metsölu. Grubinger hefur pantað fjölda nýrra verka og mun á næstunni frumflytja nýjan slagverkskonsert Daníels Bjarnasonar sem Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar pantaði. 

Flekar eftir Gunnar Andreas Kristinsson eru samsettir úr „tónmössum sem mætast og skarast líkt og jarðflekar, með tilheyrandi núningi og spennumyndun“, að sögn tónskáldsins. Verkið var frumflutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins árið 2019 en hljómar nú í fyrsta sinn í endurbættri útgáfu fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit. 

Einnig verða frumflutt verk eftir tvö tónskáld af yngri kynslóðinni sem bæði hafa vakið mikla athygli síðustu ár og hafa bæði tekið þátt í samstarfsverkefninu Yrkju með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hlotið þar dýrmæta reynslu í hljómsveitarskrifum. Infinite image (Óendanleg mynd) eftir Halldór Smárason er byggt á ljóðinu Þoka eftir Sigurð Pálsson og hverfist um mörkin milli hins sjáanlega og ósjáanlega, hins heyranlega og óheyranlega.