EN

Hádegistónleikar í Norðurljósum

Barokktónlist eftir Corelli og Händel

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
18. okt. 2019 » 12:00 - 12:35 » Föstudagur Norðurljós | Harpa Aðgangur ókeypis
  • Efnisskrá

    Arcangelo Corelli Concerto grosso op. 6 nr. 1
    Georg Friderich Händel Concerto grosso op. 6 nr. 7

  • Konsertmeistari

    Matthew Truscott

  • Strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Á þessum hádegistónleikum leikur strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands þætti úr konsertum eftir þá Corelli og Vivaldi undir stjórn enska fiðluleikarans Matthews Truscott, sem hefur getið sér gott orð sem konsertmeistari upprunasveitarinnar Orchestra of the Age of Enlightenment. Barokktónlist hefur hátíðlegan blæ og þótt hún sé ekki meðal hinna daglegu verkefna stórra sinfóníuhljómsveita er ávallt gleðiefni þegar hún fær sitt rými á efnisskránni.

Arcangelo Corelli var meðal helstu meistara hljóðfæratónlistar á 17. öld, og konsertar hans fyrir strengjasveit eru meðal elstu hljómsveitarverka sem enn hljóma á tónleikum nú á dögum. Georg Friederich Händel var kynslóðinni yngri og er ekki síst frægur fyrir óperur sínar og óratoríur, en hann samdi einnig glæsilega konserta þar sem hann er einmitt undir áhrifum ítalskra meistara. Þessum tveimur snillingum var vel til vina. Corelli var frægasti tónlistarmaður Rómaborgar þegar Händel kom til borgarinnar ungur að árum, og Corelli leiddi hljómsveitina í sumum verkum þýska meistarans.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.