EN

Hádegistónleikar með Rumon Gamba

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
9. jún. 2017 » 12:00 » Föstudagur Eldborg | Harpa Aðgangur ókeypis
  • Efnisskrá

    Dag Wirén Divertimento
    Dag Wirén Serenaða fyrir strengi
    Dag Wirén Sinfónía nr. 3

  • Hljómsveitarstjóri

    Rumon Gamba

Sænska tónskáldið Dag Wirén var undir sterkum áhrifum frá Stravinskíj og Poulenc, samdi létta og glaðværa músík með hrynrænni spennu. Hann var líka sérlega fjölhæfur tónsmiður, samdi til dæmis framlag Svíþjóðar í Júróvisjón-keppnina árið 1965.

Í júní 2017 mun SÍ hljóðrita disk með verkum Wiréns fyrir Chandos-útgáfuna, og af því tilefni verða haldnir hádegistónleikar þar sem áheyrendum gefst færi á að kynnast þessari áhugaverðu tónlist.

Serenaðan fyrir strengi frá árinu 1937 er vinsælasta verk Wiréns enda sérlega áheyrileg tónsmíð. Sinfónía nr. 3 er einnig glæsileg en ber þó dekkri blæ enda samin meðan á heimsstyrjöldinni síðari stóð; þar má greina áhrif Sibeliusar og jafnvel á köflum Shostakovitsj.

Hljómsveitarstjórann Rumon Gamba þarf vart að kynna; hann var aðalstjórnandi SÍ frá 2002–2010 og er ávallt aufúsugestur hér á landi.

Ókeypis inn og allir velkomnir. Gengið er inn í Eldborg um inngang 2A á annarri hæð Hörpu.